Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. desember 2017 17:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Biður Nígeríumenn að gleyma Messi og „gúggla" Alfreð
Icelandair
Leikmenn Augsburg fagna marki Alfreðs.
Leikmenn Augsburg fagna marki Alfreðs.
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason fór á kostum þegar Augsburg gerði 3-3 jafntefli gegn Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Alfreð gerði öll þrjú mörk Augsburg, þar af komu tvö í uppbótartíma.

Larrie Peniel, skemmtikraftur, rithöfundur og blaðamaður frá Nígeríu, hefur bent samlöndum sínum á Alfreð og sagt þeim að fara á Google og rita nafn hans í leitarvélina.

Peniel skrifar á Twitter: „Kæru Nígeríubúar, hafiði heyrt um Alfreð Finnbogason? Gúgglið hann takk, hann var að skora þrennu fyrir Augsburg. Hann er Íslendingur. Messi er ekki vandamálið."

Ísland er í riðli á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar með Argentínu, Króatíu og Nígeríu.

Við mætum Nígeríu í Volgograd 22. júní næstkomandi.



Athugasemdir
banner
banner