lau 16. desember 2017 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Hörður spilaði í sigri - Bið Sunderland á enda
Hörður Björgvin fékk að spila.
Hörður Björgvin fékk að spila.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sunderland vann loksins heimaleik.
Sunderland vann loksins heimaleik.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn þegar Bristol City lagði Nottingham Forest í Championship-deildinni á Englandi þennan laugardaginn.

Bristol hefur verið að gera flotta hluti á tímabilinu og er í þriðja sæti, átta stigum frá toppli Wolves.

Annar landsliðsmaður Birkir Bjarnason var ónotaður varamaður hjá Aston Villa í 2-0 tapi gegn Derby.

Birkir hefur lítið sem ekkert verið að spila á tímabilinu. Hann gæti þurft að færa sig um set í janúar.

Sjá einnig:
Birkir úti í kuldanum hjá Aston Villa - Fer hann í janúar?

Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu er Reading tapaði 2-0 gegn Ipswich.

Þá vann Sunderland sinn fyrsta heimaleik í 364 daga. Liðið vann 1-0 sigur á Fulham og var það Josh Maja sem gerði sigurmarkið. Leeds vann líka heimasigur í dag.

Hér að neðan eru úrslit dagsins.

Birmingham 1 - 2 QPR
0-1 Jack Robinson ('17 )
1-1 Sam Gallagher ('57 )
1-2 Jack Robinson ('83 )

Bolton 0 - 1 Burton Albion
0-1 Lloyd Dyer ('23 )

Brentford 0 - 0 Barnsley

Bristol City 2 - 1 Nott. Forest
1-0 Marlon Pack ('36 )
2-0 Joe Bryan ('45 )
2-1 Kieran Dowell ('47 )

Derby County 2 - 0 Aston Villa
1-0 Andreas Weimann ('24 )
2-0 Johnny Russell ('90 )

Ipswich Town 2 - 0 Reading
1-0 Callum Connolly ('3 )
2-0 Joe Garner ('27 )

Leeds 1 - 0 Norwich
1-0 Pontus Jansson ('41 )

Millwall 2 - 1 Middlesbrough
1-0 Jed Wallace ('31 )
2-0 George Saville ('37 )
2-1 Stewart Downing ('67 )

Preston NE 1 - 0 Sheffield Utd
1-0 Jordan Hugill ('58 )

Sunderland 1 - 0 Fulham
1-0 Josh Maja ('77 )



Athugasemdir
banner
banner
banner