Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. desember 2017 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Bruyne um tæklingu Dele Alli: Hluti af fótbolta
Magnaður fótboltamaður.
Magnaður fótboltamaður.
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne skoraði eitt af fjórum mörkum Manchester City í öruggum 4-1 sigri á Tottenham í dag.

Stuttu fyrir mark De Bruyne lenti hann í háskalegri tæklingu sem var framkvæmd af Dele Alli, miðjumanni Tottenham.

Aðspurður út í tæklinguna eftir leikinn sagði var De Bruyne mjög rólegur í svörum sínum.

„Ég var sekúndubroti á undan Dele í boltann og svona gerist, þetta er hluti af fótbolta," sagði De Bruyne.

Manchester City er með 14 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigurinn í dag, Man Utd getur minnkað það í 11 stig á morgun. Tottenham er 21 stigi frá City.





Athugasemdir
banner
banner