lau 16. desember 2017 19:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man City ekki í vandræðum með Tottenham
Mynd: Getty Images
Manchester City 4 - 1 Tottenham
1-0 Ilkay Gundogan ('14 )
2-0 Kevin de Bruyne ('70 )
2-0 Gabriel Jesus ('75 , Misnotað víti)
3-0 Raheem Sterling ('80 )
4-0 Raheem Sterling ('90 )
4-1 Christian Eriksen ('90 )

Manchester City er óstöðvandi í ensku úrvalsdeildinni. Í dag fór liðið illa með Tottenham á heimavelli sínum.

Ilkay Gundogan kom inn í byrjunarlið City fyrir David Silva og hann skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Tottenham reyndi, en það var ekki nóg. Þegar 20 mínútur voru eftir gerði Kevin de Bruyne annað markið og í kjölfarið fylgdu tvö auðveld mörk frá Raheem Sterling og staðan orðin 4-0.

Christian Eriksen klóraði í bakkann fyrir gestina en lengra komust þeir ekki og lokatölurnar 4-1 á Etihad.

City er með 14 stiga forskot á toppi deildarinnar, Man Utd getur minnkað það í 11 stig á morgun. Tottenham er 21 stigi frá City.



Athugasemdir
banner
banner
banner