Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 16. desember 2017 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: West Ham sótti þrjú stig til Stoke
Arnautovic skoraði gegn gömlu félögunum.
Arnautovic skoraði gegn gömlu félögunum.
Mynd: Getty Images
Stoke City 0 - 3 West Ham
0-1 Mark Noble ('19 , víti)
0-2 Marko Arnautovic ('75 )
0-3 Diafra Sakho ('86 )

Leik Stoke og West Ham var frestað til 16:00 vegna rafmagnsleysis á Bet365-leikvanginum í Stoke. Leikurinn var að klárast núna, en West Ham gerði sér lítið fyrir og kláraði Stoke.

West Ham leiddi 1-0 yfir í hálfleik með vítaspyrnumarki frá Mark Noble, sem er gríðarlega örugg vítaskytta.

Gestirnir voru ekki hættir. Þegar stundarfjórðungur var eftir bætti Marko Arnautovic við öðru marki og Diafra Sakho gerði síðan út um leikinn á 86. mínútu 3-0.

West Ham hefur tekið sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum og er að spila vel hjá David Moyes. Það hefur ekki gengið jafnvel hjá kollega hans, Mark Hughes sem er orðinn mjög valtur í sessi.
Athugasemdir
banner
banner
banner