lau 16. desember 2017 15:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Emil spilaði í óvæntum sigri á Inter
Emil spilaði síðustu mínúturnar.
Emil spilaði síðustu mínúturnar.
Mynd: Getty Images
Inter 1 - 3 Udinese
0-1 Kevin Lasagna ('14 )
1-1 Mauro Icardi ('15 )
1-2 Rodrigo De Paul ('61 , víti)
1-3 Antonin Barak ('77 )

Emil Hallfreðsson kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu mínúturnar í óvæntum sigri Udinese á Inter frá Mílanó í dag.

Kevin Lasagna kom gestunum í Udinese yfir þegar 14 mínútur voru búnar. Inter tók svo miðju og stuttu síðar jafnaði Argentínumaðurinn Mauro Icardi. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Eftir um stundarfjórðung í seinni hálfleiknum kom Rodrigo De Paul Udinese yfir með marki úr vítaspyrnu og eftir það gerði Antonin Barak þriðja mark Udinese.

Lokatölur 3-1 og óvæntur sigur Udinese staðreynd. Inter er á toppi Seríu A en það mun líklega breytast um helgina. Þessi óvænti sigur Udinese skilar þeim upp um tvö sæti, þeir eru nú í 11. sæti.
Athugasemdir
banner
banner