Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. desember 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho og Mkhitaryan rifust á fundi
Powerade
Mkhitaryan missti sæti sitt í byrjunarliði Man Utd. Hann er sagður hafa rifist við Jose Mourinho.
Mkhitaryan missti sæti sitt í byrjunarliði Man Utd. Hann er sagður hafa rifist við Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Chiesa kostar 53 milljónir punda, hið minnsta.
Chiesa kostar 53 milljónir punda, hið minnsta.
Mynd: Getty Images
Grujic gæti farið á láni frá Liverpool.
Grujic gæti farið á láni frá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Það er kominn laugardagur, einn besti dagur vikunnar ef ekki sá besti. Kíkjum á slúðrið!



Carlo Ancelotti mun snúa aftur á Stamford Bridge, hann verður ráðinn stjóri Chelsea í stað Antonio Conte áður en næsta tímabil hefst. (Daily Record)

Chelsea vill fá Thomas Lemar (22), leikmann Mónakó í sínar raðir. Lundúnafélagið er að undirbúa tilboð í Lemar sem felst í því að sóknarmaðurinn Michy Batshuayi (24) fari í hina áttina auk peninga. (Daily Mirror)

Batshuayi vonast til að fara frá Chelsea á láni í næsta mánuði, annars óttast hann að missa sæti sitt í belgíska landsliðinu fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. (London Evening Standard)

Henrikh Mkhitaryan (28) missti sæti sitt í liði Manchester United eftir að hafa rifist við Jose Mourinho á fundi á æfingasvæði félagsins í síðasta mánuði. (ESPN)

Mourinho, stjóri Man Utd, er opinn fyrir því að kaupa leikmenn í næsta mánuði, þrátt fyrir að vera ekki mikill aðdáandi janúargluggans. (Daily Mail)

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er aðdáandi Mohamed Salah (25), kantmanns Liverpool. Salah gæti farið til Real. (Sun)

Arsenal mun ræða við miðjumanninn Jack Wilshere (25) um nýjan samning áður er en mánuðurinn endar. (London Evening Standard)

Arsenal gæti misst átta leikmenn næsta sumar. (Daily Mirror)

Crystal Palace hefur áhuga á Guido Carrillo (26), sóknarmanni Mónakó sem metinn er á 10 milljónir punda. (ESPN)

Liverpool og Tottenham hafa verið vöruð við því að Federico Chiesa (20), kantmaður Fiorentina kosti að minnsta kosti 53 milljónir punda. Hann er sonur Enrico Chiesa sem gerði garðinn frægan með einmitt Fiorentina og svo Lazio, Parma, Sampdoria auk þess sem hann lék með ítalska landsliðinu. (La Stampa)

West Brom ætlar að reyna að kaupa Ahmed Hegazi til félagsins þegar janúarglugginn opnar. Hegazy hefur verið í láni frá Al Ahly og staðið sig vel. (Birmingham Mail)

Brighton og Aston Villa vilja fá miðjumanninn Marko Grujic (21) á láni frá Liverpool í janúar. (Liverpool Echo)

Rafa Benitez, stjóra Newcastle, hefur verið sagt að finna þá leikmenn sem hann vill kaupa í janúar þrátt fyrir óvissu um eignarhald félagsins. (ESPN)

Islam Slimani (29) verður líklega ekki mikið lengur hjá Leicester. Stoke, Watford og West Brom, sem og hans fyrrum félag Sporting Lissabon vilja fá sóknarmanninn. (Sun)

Steve Bruce, stjóri Aston Villa, hefur útilokað að hann muni reyna að kaupa sóknarmanninn Lewis Grabban (29) frá Bournemouth í janúarglugganum. Grabban er í augnablikinu í láni hjá Sunderland. (Birmingham Mail)

West Ham gæti selt Domingos Quina (18). Liverpool er líklegt til að landa honum. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner