Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. desember 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Guardiola hljóp frá spurningu um Sanchez
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez var nálægt því að ganga í raðir Manchester City í sumar. Á lokadegi félagaskiptagluggans var hann næstum því kominn í ljósbláa búninginn, en til þess að það hefði gerst hefði Arsenal þurft að landa Thomas Lemar frá Mónakó. Það gerðist ekki og Sanchez varð eftir í Lundúnum.

Talað hefur verið um að Man City ætli að gera aðra tilraun til að landa Sílemanninum í janúar.

Pep Guardiola, stjóri City, var spurður að því á blaðamannafundi í gær hvort hann hefði enn áhuga á Sanchez. Blaðamaður Guardian bar upp spurninguna og fyrir það hrósaði Guardiola honum.

Guardiola sagðist svo ekki vita neitt áður en hann forðaði sér af fundinum í fljótu bragði.

Myndband af þessu hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner