Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. desember 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: HITC 
Stóri Sam: Gylfi fékk ekki gott undirbúningstímabil
Gylfi æfði lítið áður en hann fór til Everton.
Gylfi æfði lítið áður en hann fór til Everton.
Mynd: Getty Images
Gylfi Sigurðsson hefur verið að spila vel í síðustu leikjum Everton eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Gylfi kom til Everton í sumar fyrir metfé og var til að byrja með gagnrýndur fyrir frammistöðu sína. Hann er hins vegar byrjaður að bæta sig og Sam Allardyce, stjóri Everton, veit hvers vegna.

„Hann þurfti að koma sér í form, hann fékk ekki gott undirbúningstímabil hjá Swansea," sagði Stóri Sam.

„Þú þarft að vera þolinmóður en það lítur út fyrir það að hann sé búinn að koma sér í gott form núna, hann hefur bætt sig."

Næsti leikur Everton er gegn Swansea á mánudag. Gylfi mætir þar sínum gömlu félögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner