Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 16. desember 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Ólafs Inga rekinn eftir 76 daga - Samt eftirsóttur
Tony Popovic.
Tony Popovic.
Mynd: Getty Images
Ástralinn Tony Popovic var í gær rekinn frá Karabukspor í Tyrklandi. Með liðinu leikur íslenski landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason.

Karabukspor er á botni tyrknesku úrvalsdeildarinnar en Popovic tókst aðeins að stýra liðinu í átta leikjum. Hann var ráðinn í október eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri í heimalandinu með Western Sydney Wanderers.

Karabukspor hafði farið í gegnum átta þjálfara á 31 mánuði áður en Popovic mætti til starfa.

Þrátt fyrir slakt gengi með Karabukspor er Popovic eftirsóttur. Svo gæti farið að hann stýri Ástralíu á HM næsta sumar en starfið er laust eftir að Ange Postecoglou sagði af sér í síðasta mánuði.

Hann hefur einnig verið orðaður við Sidney FC og Melbourne Victory í Ástralíu og þá eru lið í Asíu sögð áhugasöm.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner