Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   þri 17. janúar 2017 09:38
Magnús Már Einarsson
Sverrir Ingi á leið í spænsku úrvalsdeildina
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Lokeren og íslenska landsliðsins, er á leið til Granada í spænsku úrvalsdeildinni. Spænskir fjölmiðlar greina frá þessu en þeir segja kaupverðið hljóða upp á 1,5 milljón evra.

Sverrir er uppalinn hjá Breiðabliki kom til belgíska félagsins Lokeren frá Viking í Noregi fyrir tveimur árum.

Granada er í næstneðsta sæti í La Liga, sex stigum frá öruggu sæti. Liðið hefur fengið 39 mörk á sig í vetur eða flest allra liða í deildinni og einungis unnið einn leik, gegn liði Sevilla sem er í 2. sæti. Sverrir á að reyna að hjálpa Granada að snúa þessu slaka gengi við.

Granada hefur leikið í efstu deild á Spáni síðan árið 2011 en liðið hefur nánast alltaf verið í fallbaráttu undanfarin ár. Í dag eru 13 lánsmenn á mála hjá Granada en þeir koma meðal annars frá liðum eins og Barcelona, Manchester United, Chelsea og Roma.

Andreas Pereira er á láni hjá Granada frá Manchester United en markvörður liðsins er Guillermo Ochoa sem sló í gegn með Mexíkó á HM 2014. Ochoa er í láni frá Malaga.

Hinn 23 ára gamli Sverrir hefur skorað þrjú mörk í níu leikjum með íslenska landsliðinu en hann kom við sögu í tveimur leikjum á EM í Frakklandi í fyrrasumar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner