Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 17. janúar 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Arna og Berglind reyna að losna frá Verona
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eru að reyna að losna frá ítalska félaginu Verona eftir að það stóð ekki við samninga. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Arna og Berglind gengu í raðir Verona í haust en þær fóru ekki aftur út til Ítalíu eftir jólafrí í deildinni. Þær eru staddar á Íslandi og er út­lit fyr­ir að þær spili að nýju í Pepsi-deild­inni næsta sum­ar.

Arna vildi ekki tjá sig um deil­una í samtali við Morgunblaðið en vísaði á Leik­manna­sam­tök Íslands, sem berj­ast fyr­ir rétti leik­mann­anna í sam­starfi við leik­manna­sam­tök á Ítal­íu og umboðsmann landsliðskvenn­anna tveggja.

„Það ligg­ur al­veg ljóst fyr­ir að það er búið að brjóta samn­inga við þær í bak og fyr­ir, og það er bara verið að reyna að finna lausn á því hvernig hægt er að leysa þetta,“ seg­ir Krist­inn Björg­úlfs­son, fram­kvæmda­stjóri Leik­manna­sam­taka Íslands, við Morgunblaðið.

„Brot­in fel­ast meðal ann­ars í því að launa­greiðslur hafa borist seint, hús­næði var út­vegað seint auk þess sem það var eng­an veg­inn íbúðar­hæft, og fleira. Vanda­málið er kannski að það sem okk­ur finnst í lagi finnst þeim ekki í lagi.“

Berglind lék með Breiðablki síðastliðið sumar áður en hún fór til Verona. Arna Sif lék aftur á móti með Val síðastliðið sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner