Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. janúar 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Ingvi meiddist ekki alvarlega í Indónesíu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason fór meiddur af velli þegar Ísland 4-1 sigur á Indónesíu í vináttulandsleik á sunnudag.

Arnór byrjaði leikinn en fór af velli í fyrri hálfleik og inn í hans stað kom Albert Guðmundsson, en nafn hans hefur verið áberandi í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og annars staðar eftir þennan leik gegn Indónesíu. Albert kom inn á, tók yfir leikinn og setti þrennu.

Arnór Ingvi sneri aftur til félagsliðs síns, Malmö í gær. Arnór samdi við Malmö fyrir áramót eftir pirrandi tíma hjá Rapid Vín í Austurríki og hjá AEK Aþenu í Grikklandi.

Malmö er í Kaupmannahöfn þar sem liðið er til æfinga en undirbúningstímabilið er hefjast hjá Malmö. Sænska úrvalsdeildin hefst ekki aftur fyrr en í apríl.

Í viðtali við Sydsvenskan sagði Arnór að meiðslin væru smávægileg. Hann væri að vonast til þess að snúa aftur á næstu vikum.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, tók undir það eftir leikinn gegn Indónesíu á sunnudag að meiðslin væru smávægileg.

„Hann tognaði í læri. Við vildum ekki taka neinar áhættur og tökum hann því út af. Ég held að þetta sé ekki mjög alvarlegt en það er alltaf betra að hvíla ef leikmaður tognar í læri," sagði Heimir í samtali við Fótbolta.net á sunnudag.

Sjá einnig:
Heimir: Horfi glaður til baka - Albert á ýmislegt eftir ólært
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner