Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. janúar 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dómarinn sparkaði í hann - „Skildi ekki hvað gerðist"
Diego Carlos í leik með Nantes.
Diego Carlos í leik með Nantes.
Mynd: Getty Images
Diego Carlos leikmaðurinn sem lenti í því að dómarinn Tony Chapron sparkaði í sig í leik Nantes og PSG um liðna helgi hefur nú tjáð sig um þetta furðulega atvik. Hann segist ekki alveg hafa áttað sig á stöðunni til að byrja með.

„Ég skildi ekki hvað hafði gerst," sagði Carlos um atvikið. „Hann (Chapron) hljóp fyrir framan mig, breytti um stefnu og féll til jarðar. Ég leit á hann þegar hann sparkaði til mín og ég sagði, 'Hvað ertu að gera?'.

„Þegar hann kom til mín og sýndi mér gula spjaldið og síðan rautt, þá stjakaði ég aðeins við honum og spurði hann hvað hann væri að gera. Ég skildi ekki. Enginn skildi. Ég fór bara út af í hljóði."

Chapron hefur verið settur í tímabundið bann eftir atvikið. Aðspurður út í sitt álit á því sagði Carlos: „Ekki mitt vandamál."

Chapron hefur beðist afsökunar á hegðun sinni.

Sjá einnig:
Dómarinn í bann - Biðst afsökunar á að hafa sparkað í leikmann



Athugasemdir
banner
banner