Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. janúar 2018 18:57
Gunnar Logi Gylfason
Enski bikarinn - Byrjunarlið: David Luiz byrjar hjá Chelsea
David Luiz byrjar hjá Englandsmeisturunum
David Luiz byrjar hjá Englandsmeisturunum
Mynd: Getty Images
Grigg er í byrjunarliði Wigan gegn Bournemouth.
Grigg er í byrjunarliði Wigan gegn Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir verða spilaðir í enska FA-bikarnum í kvöld. Um er að ræða endurtekna leiki þar sem fyrri leikirnir enduðu með jafntefli. Sigurvegarar í leikjum kvöldsins komast í 4. umferð.

Swansea sem situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar tekur á móti Wolves sem er á toppi Championship deildarinnar. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli.

Þá tekur Wigan, sem er á toppi C-deildar Englands á móti úrvalsdeildarliði Bournemouth. Fyrri leikur þessara liða lauk 2-2 þar sem úrvalsdeildarliðið jafnaði undir lokin eftir að hafa lent 0-2 undir.

Englandsmeistarar Chelsea fá þá Norwich í heimsókn. Chelsea hefur gengið illa undanfarið og hafa enn ekki unnið leik það sem af er ári. Fjögur jafntefli og þar af þrjú síðustu markalaus. Hinn 17 ára Ethan Ampadu fær tækifæri í byrjunarliði Chelsea í kvöld ásamt Michy Batshuayi. David Luiz snýr aftur í byrjunarliðið.

Byrjunarlið Bournemouth gegn Wigan: Boruc; Simpson, Daniels, Cook; Fraser, Surman, Arter, Pugh; Mahoney, Mousset, Afobe

Byrjunarlið Wigan gegn Bournemouth: Jones, Elder, Perkins, Morsy, Power, Grigg, Massey, Bruce, Roberts, Dunkley, Colclough

Byrjunarlið Swansea gegn Wolves: Nordfeldt, Roberts, Naughton, Fernandez, Mawson, Carroll, Roque Mesa, Fer, Narsingh, Ayew, Bony

Byrjunarlið Wolves gegn Swansea: Norris, Doherty, Miranda, Batth, Hause, Douglas, Gibbs-White, N'Diaye, Costa, Enobakhare, Rafa Mir

Byrjunarlið Chelsea gegn Norwich: Caballero; Azpilicueta (c), David Luiz, Ampadu; Zappacosta, Bakayoko, Drinkwater, Kenedy; Willian, Batshuayi, Pedro.

Bekkurinn: Eduardo, Christensen, Sterling, Kante, Musonda, Hazard, Morata

Byrjunarlið Norwich gegn Chelsea: Gunn, Pinto, Zimmermann, Hanley, Klose, Lewis, Reed, Vrancic, Maddison, Murphy, Oliveira

Bekkurinn:McGovern, Husband, Hoolahan, Stiepermann, Raggett, Tettey, Cantwell




Leikir kvöldsins:
19:45 Swansea - Wolves
19:45 Chelsea - Norwich (Stöð 2 Sport)
19:45 Wigan - Bournemouth



Athugasemdir
banner
banner
banner