mið 17. janúar 2018 12:42
Magnús Már Einarsson
Flanagan dæmdur fyrir árás á kærustu sína
Mynd: Getty Images
Jon Flanagan, varnarmaður Liverpool, hefur verið dæmdur fyrir líkamsárás en henn réðist á kærustu sína Rachael Wall sem er tveggja barna móðir.

Flanagan var ákærður eftir líkamsárás í miðborg Liverpool aðfaranótt 22. desember. Hann sló kærustu sína ítrekað og sparkaði einu sinni í hana.

Í dag var kveðinn upp dómur í málinu en Flanagan þarf að sinna 40 klukkutímum í samfélagsþjónustu.

Flanagan á einnig von á refsingu frá Liverpool.

„Við fordæmum aðgerðir leikmannsins sem urðu til þess að hann var dæmdur," sagði talsmaður Liverpool.

„Þetta skemmir orðspor hans og hann hefur valdið félaginu gríðarlegum vonbrigðum."

Tímabilið 2010/2011 spilaði hinn 25 ára gamli Flanagan sína fyrstu leiki fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og mikla vonir voru þá bundnar við hann.

Framfarir hans hafa þó ekki verið miklar og hann hefur nánast eingöngu spilað með varaliðinu á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner