mið 17. janúar 2018 12:33
Elvar Geir Magnússon
Gautaborg setur Elías Má á sölulista
Elías Már er til sölu.
Elías Már er til sölu.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlar í Svíþjóð segja að Gautaborg sé tilbúið að selja sóknarmanninn Elías Má Ómarsson.

Elías var frábær með liðinu þegar hann var fenginn á láni frá Valerenga 2016 en hann skoraði sex mörk í þrettán leikjum.

Gautaborg ákvað að kaupa Elías og gerði við hann samning til 2020. Síðan hefur hann aðeins byrjað fjóra leiki.

Elías, sem er 22 ára, hefur ekki fundið sig og Gautaborg er búið að setja hann á sölulista. Sagt er að félög í Svíþjóð, Noregi og Sviss hafi sýnt honum áhuga,

Haft er eftir Íslendingnum að hann hafi enn trú á því að hann geti fest sig í sessi hjá Gautaborg. Hann útilokar þó ekki að færa sig um set núna í janúar.

Elías vakti athygli með Keflavík í Pepsi-deildinni 2013 og 2014 áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Hann hefur leikið níu landsleiki en sá síðasti kom í mars í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner