Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 17. janúar 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Suðurnesjaslagur í Fótbolta.net mótinu
Grindavík og Keflavík mætast. Það verður stuð!
Grindavík og Keflavík mætast. Það verður stuð!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hið langa íslenska undirbúningstímabil er farið að rúlla á fullu. Í dag er leikið á morgum vígstöðum; í Fótbolta.net mótinu, Reykjavíkurmóti karla, Faxaflóamóti kvenna og Kjarnafæðismótinu.

Það er Suðurnesjaslagur í Fótbolta.net mótinu þar sem Grindavík og Keflavík mætast í Reykjaneshöllinni. Þessi lið munu bæði spila í Pepsi-deildinni næsta sumar forsmekkurinn af því sem koma skal.

Í Reykjavíkurmótinu eru tveir hörkuleikir. Íslandsmeistarar Vals spila gegn Fram í Egilshöll og hefst sá leikur eftir að flautað hefur verið til leiksloka hjá Fylki og ÍR, en sá leikur fer einnig fram í Egilshöll.

Í Faxaflóamótinu spilar HK/Víkingur við FH í Kórnum og Grótta og ÍA mætast á Seltjarnarnesi.

KA 2 og KF mætast svo fyrir norðan í Faxaflóamótinu. Verður sá leikur spilaður á innanhússfótboltavelli Akureyringa, Boganum.

miðvikudagur 17. janúar

Fótbolta.net mótið - A deild - Riðill 2
17:30 Keflavík-Grindavík (Reykjaneshöllin)

Reykjavíkurmót karla - A-riðill
19:00 Fylkir-ÍR (Egilshöll)
21:00 Fram-Valur (Egilshöll)

Faxaflóamót kvenna - A-riðill
18:15 HK/Víkingur-FH (Kórinn)

Faxaflóamót kvenna - B-riðill
19:00 Grótta-ÍA (Vivaldivöllurinn)

Kjarnafæðismótið - B-deild
20:00 KA 2-KF (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner