Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. janúar 2018 11:40
Elvar Geir Magnússon
Mkhitaryan sér að hann á enga framtíð hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Samkvæmt Daily Mail er líklegt að Henrikh Mkhitaryan samþykki að ganga í raðir Arsenal í ljósi þess að leikmaðurinn geri sér grein fyrir því að hann eigi ekki framtíð hjá Manchester United.

Jose Mourinho vill fá Alexis Sanchez frá Arsenal og er tilbúinn að láta Mkhitaryan í skiptum.

Armenanum er ljóst að hann er ekki í myndinni hjá Mourinho og hann ætlar að reyna að semja um hækkun á launum sínum ef hann fer yfir til Arsenal. Hann er núna með 140 þúsund pund í vikulaun.

Mino Raiola, umboðsmaður Mkhitaryan, segir að Sanchez verði ekki seldur til United nema Arsenal fái sinn mann í staðinn.

Sjá einnig:
Draumur Mkhitaryan var að spila með Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner