Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 17. janúar 2018 20:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Mirror 
Mourinho hló eftir að hafa áritað treyju merkta 'Antonio Conte'
Mourinho var hrekktur í kvöld og hafði gaman af.
Mourinho var hrekktur í kvöld og hafði gaman af.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var í frábæru skapi í kvöld. Þessi litríki knattspyrnustjóri Manchester United lenti í frekar skemmtiegu atviki fyrir utan heimili sitt í Manchester, Lowry-hótelið. Þegar hann kom þangað í kvöld biðu ítalskir fjölmiðlamenn eftir honum.

Báðu fjölmiðlamennirnir hann um hann að árita Manchester United treyju og gerði hann það auðvitað.

Þeim portúgalska brá þó þegar hann sá nafn Antonio Conte, stjóra Chelsea, á bakinu. Hann sá þó grínið í því og hló.

Conte og Mourinho hafa að undanförnu eldað grátt silfur í fjölmiðlum. Einhverjir telja Mourinho hafa farið yfir strikið þegar hann sagðist aldrei hafa verið dæmdur í bann fyrir leikjahagræðingu. Þar vísaði hann til þess þegar Conte var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir hagræðingu úrslita þegar hann var stjóri Juventus á Ítalíu en var síðan í kjölfarið hreinsaður af allri sök í málinu.

Eftir þau ummæli sagði Conte að Mourninho væri „lítill maður" og að hann myndi ekki gleyma því sem sagt hefur verið.

Mourinho er hættur að rífast enda er nóg annað að gera hjá honum. Hann er að landa Alexis Sanchez frá Arsenal og má búast við staðfestingu á þeum kaupum á allra næstu dögum.

Hér að neðan eru myndir af því þegar Mourinho var hrekktur í kvöld.



Athugasemdir
banner
banner