mið 17. janúar 2018 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmótið: Fylkir með þægilegan sigur á ÍR
Albert Brynjar rak síðasta smiðshöggið.
Albert Brynjar rak síðasta smiðshöggið.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir 3 - 0 ÍR
1-0 Hákon Ingi Jónsson ('24)
2-0 Emil Ásmundsson ('83)
3-0 Albert Brynjar Ingason ('90)

Fylkir og ÍR mættust í Reykjavíkurmóti karla á þessu miðvikudagskvöldi, en leikurinn fór fram í Egilshöll.

Fylkir, sem vann Inkasso-deildina síðasta sumar og mun spila á meðal þeirra bestu í Pepsi-deildinni næsta sumar, komst yfir á 24. mínútu þegar Hákon Ingi Jónsson skoraði.

Emil Ásmundsson, sem var frábær í Inkasso-deildinni síðasta sumar, bætti við öðru marki á 83. mínútu og framherjinn reyndi, Albert Brynjar Ingason, rak síðasta smiðshöggið í uppbótartímanum.

Fylkir hefur verið að spila vel í Reykjavíkurmótinu og er með sjö stig að þremur leikjum loknum og er í góðum málum upp á að komast í undanúrslit. ÍR er án stiga eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner