Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. janúar 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjóri Dortmund botnar ekkert í hegðun Aubameyang
Aubameyang er duglegur að koma sér í vandræði.
Aubameyang er duglegur að koma sér í vandræði.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Pierre Emerick Aubameyang hefur verið duglegur að koma sér í klandur utan vallar hjá Borussia Dortmund. Hann er nú sínu öðru agabanni á tímabilinu.

Aubameyang var skilinn fyrir utan leikmannahóp Dortmund á sunnudaginn þegar liðið mætti Wolfsburg. Sagt er að ástæðan fyrir því sé sú að hann hafi ekki mætt á liðsfund.

Peter Stöger, stjóri Dortmund, á bágt með að skilja hegðun Gabonmannsins.

„Það er rangt fyrir mig að segja að ég sé vonsvikinn," sagði Stöger við Sport Bild.

„Þetta er frekar skortur á skilningi þar sem ég get ekki skilið hegðun hans. Og ég er ekki sá eini um það."

Aubameyang var markakóngur þýsku deildarinnar í fyrra en sögusagnir eru um að hann gæti fært sig um set núna í janúarglugganum. Hann hefur verið sterklega orðaður við Arsenal og talið er að hann gæti fyllt í skarð Alexis Sanchez þar. Sanchez er sagður á leið til Manchester United og kemur það til með að verða staðfest á allra næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner