Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. janúar 2018 16:20
Elvar Geir Magnússon
Theo Walcott í Everton (Staðfest)
Walcott er kominn til Everton. Hann á 47 landsleiki fyrir England.
Walcott er kominn til Everton. Hann á 47 landsleiki fyrir England.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson hefur fengið nýjan liðsfélaga en Everton er búið að kaupa Theo Walcott frá Arsenal.

Everton kaupir Walcott á 20 milljónir punda. Þessi 28 ára sóknarleikmaður er búinn að standast læknisskoðun og skrifa undir samning til 2021.

Hann fær sömu laun hjá Everton og hjá Arsenal, 140 þúsund pund í vikulaun. Sky segir að hann verði í treyju númer 11.

Walcott vonast til þess að koma ferli sínum aftur á flug á Goodison Park en hann verður í stærra hlutverki þar en hann var í hjá Arsenal.

Walcott skoraði 108 mörk í 397 leikjum með Arsenal en hann kom til félagsins frá Southampton fyrir tólf árum. Walcott á að bæta meiri hraða við sóknarleik Everton en það er eitthvað sem hefur vantað á tímabilinu.

Sam Allardyce, stjóri Everton, hefur unnið að því að styrkja sóknarleikinn núna í janúar en á dögunum kom framherjinn Cenk Tosun til félagsins frá Besiktas.

Walcott gæti spilað sinn fyrsta leik með Everton þegar liðið mætir WBA á heimavelli á laugardaginn. Everton er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Pierre-Emerick Aubameyang framherji Borussia Dortmund og Malcom kantmaður Bordeuax hafa báðir verið orðaðir við Arsenal að undanförnu en peningurinn sem kemur inn fyrir Walcott gæti hjálpað til við að fjármagna kaup á öðrum hvorum þeirra.

Þá gæti Henrikh Mkhitaryan einnig komið í skiptum fyrir Alexis Sanchez.


Athugasemdir
banner
banner