Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. janúar 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Scholes aðstoðarmaður Giggs?
Scholes og Giggs eru góðir vinir.
Scholes og Giggs eru góðir vinir.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs er nýr landsliðsþjálfari Wales. Hann tekur við starfinu af Chris Coleman sem stýrir nú Sunderland.

Að því er kemur fram í Mirror er Giggs komin með skemmtilega hugmynd að aðstoðarmanni; Paul Scholes.

Giggs og Scholes þekkjast gríðarlega vel enda léku þeir báðir í fjölmörg ár með Manchester United. Eru þeir báðir að hinum fræga '92 árgangi Manchester United.

Þeir hafa að undanförnu verið í viðskiptum saman, en þeir keyptu fótboltaliðið Salford City ásamt Gary og Phil Neville og Nicky Butt.

Osian Roberts er í augnablikinu aðstoðarþjálfari Wales og kæmi hann til með að starfa áfram hjá Wales, ásamt Giggs og Scholes.

Sjá einnig:
Pabbi Giggs: Slökkvum þegar hann er í sjónvarpinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner