Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 17. febrúar 2016 12:25
Magnús Már Einarsson
„Aðeins á Íslandi hefði leikur verið kláraður við þessar aðstæður"
Aðstæður til að spila fótbolta á Íslandi eru oft skrautlegar yfir vetrartímann.
Aðstæður til að spila fótbolta á Íslandi eru oft skrautlegar yfir vetrartímann.
Mynd: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson
„Aðeins á Íslandi hefði leikur verið kláraður við þessar aðstæður," segir Lárus Rúnar Grétarsson þjálfari Fram við myndband sem hann birti á Facebook í dag. Þar má sjá leik í 3. flokki karla sem fór fram í gærkvöldi í hagléli og snjókomu.

„Þetta er klippa úr leik Fjölnis og Fram í 3 flokki a liða í Reykjavíkurmótinu á Egilsgrasinu á þriðjudagskveldi."

„Brjálaður snjóbylur en leikmenn beggja liða kláruðu leikinn og báðu aldrei um að leikurinn yrði flautaður af."

„Það eru ekki bara bómullardrengir sem eru að alast uppá landi hér. Það eru líka naglar af gamla skólanum sem eru hér að koma upp,"
sagði Lárus einnig.

Hér að neðan má sjá myndbandið.


Athugasemdir
banner
banner
banner