fös 17. febrúar 2017 17:30
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang þreyttur eftir Afríkukeppnina
Aubameyang finnur fyrir þreytu.
Aubameyang finnur fyrir þreytu.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang, sóknarmaður Borussia Dortmund, segir að þátttaka sín með landsliði Gabon í Afríkukeppninni hafi tekið sinn toll. Hann segist finna þreytu og það hafi haft neikvæð áhrif á frammistöðu sína í síðustu leikjum Dortmund.

Í 1-0 tapi gegn Benfica í Meistaradeildinni klúðraði Aubameyang góðum færum og átti hörmulega vítaspyrnu sem fór beint á Ederson, markvörð Benfica.

Þessi frábæri sóknarmaður spilaði með Gabon sem komst ekki upp úr riðlakeppni Afríkukeppninnar þrátt fyrir að vera gestgjafar.

„Vegna Afríkukeppninnar missti ég af undirbúningnum fyrir seinni hluta tímabilsins. Ég verð að viðurkenna það, ég finn að ég er smá þreyttur," segir Aubameyang.

Dortmund á eftir að leika seinni leikinn gegn Benfica en liðið situr í fjórða sæti þýsku deildarinnar, 15 stigum frá toppliði Bayern München.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner