Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 17. febrúar 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Hvað mun Guðni gera hjá KSÍ?
Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ um síðustu helgi.
Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Ég held að Guðni geti gert þær breytingar sem þarf að gera þarna. KSÍ er óskaplega vel rekið samband. Það gengur vel innan og utan vallar en það eru agnúar sem þarf að laga. Ég treysti Guðna til að gera það," sagði Hjörtur Hjartarson í sjónvarpsþættinum Fótbolti.net.

Guðni Bergsson var kjörinn nýr formaður KSÍ um síðustu helgi en hann tekur við af Geir Þorsteinssyni. Hjörtur telur að fjölmiðlar muni sýna Guðna meira aðhald en Geir fékk.

„Ég tel að við fjölmiðlar höfum verið orðnir svolítið samdauna með KSÍ og meðvirkir með það að vera ekki nógu gagnrýnir. Kolbeinn Tumi er búinn að skrifa á Vísi núna greinar sem hefði átt að skrifa fyrir 5-7 árum síðan. Það er fyrst núna í kringum kosningabaráttuna sem við segjum: 'Nú þurfið þið að svara þessu?' Af hverju er til dæmis ekki hægt að fá á hreint hver laun formannsins eru?"

„Guðni lofaði fullt af hlutum í þessari kosningabaráttu og við fjölmiðlamenn munum veita honum meira aðhald. Ég held að hann geti staðið undir því. Svo er hann með fínt starfsfólk sem mun leiða hann í gegnum þetta," sagði Hjörtur.

„Björn mögulega of aggressívur"
Baldur Sigurðsson, leikmaður Stjörnunnar, fylgdist spenntur með kosningabaráttunni og hann tjáði sig um hana í sjónvarpsþættinum í vikunni.

„Þetta var mjög skemmtileg kosningabarátta. Það var mikið fjallað um þetta og þeir voru í þáttum út um allt. Þetta eru tveir mismunandi einstaklingar. Ég hugsaði að Björn ætti ekki séns í Guðna en þegar maður fór síðan að hlusta á þá tala þá var Björn með virkilega gott og vel undirbúið framboð," sagði Baldur.

„Það eina sem ég get sett út á framboð Björns er að hann var mögulega of aggressívur. Stundum hugsaði ég að hann myndi labba inn í KSÍ og reka fjóra á fyrsta deginum eða auka vinnuna. Hann ætlaði að spara 20 milljónir með því að vera ekki á launum. Ég hugsa að starfsfólkið í KSÍ hafi hugsað: 'Vonandi vinnur Guðni þetta. Þá fær hann skrifstofuna hans Geirs og allt verður eins. Vonandi kemur Björn ekki og ég missi starfið.' Þetta var mjög skemmtileg kosningabarátta. Vonandi stendur Guðni við það sem hann segir og þetta kemur allt upp á borð."

Hér að ofan má horfa á umræðuna í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: „Eins og Sigmundur Davíð eftir landsfund"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner