Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. febrúar 2017 10:29
Magnús Már Einarsson
Clattenburg fimmfaldar sig í launum
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mark Clattenburg fær fimmfalt hærri árslaun í nýju starfi í Sádi-Arabíu heldur en hann fékk fyrir að dæma í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 41 árs gamli Clattenburg tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að hætta að dæma í ensku úrvalsdeildinni til að taka við starfi sem yfirmaður dómaramála í Sádi-Arabíu.

Clattenburg fær 500 þúsund pund (69 milljónir króna) í árslaun í Sádi-Arabíu eftir að hafa verið með 100 þúsund pund í árslaun á Englandi.

Clattenburg fékk tilboð upp á eina milljón í árslaun fyrir að koma til Kína og dæma en hann hafnaði því.

Talið er að Clattenburg hafi ákveðið að hætta að dæma á Englandi þar sem hann var ósáttur með dómarasamtökin þar í landi og lítinn stuðning frá Mike Riley, yfirmanni dómaramála.

Clattenburg var einnig svekktur með að hafa ekki fengið að dæma úrslitaleik enska bikarsins í fyrra. Clattenburg dæmdi bæði úrslitaleik Meistaradeildarinnar og EM 2016 í fyrra en nú er útlit fyrir að hann verði ekki á meðal dómara á HM í Rússlandi árið 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner