fös 17. febrúar 2017 09:20
Magnús Már Einarsson
Fótbolta.net mótið: Vængirnir flugu yfir Riddarann
Vængirnir voru í stuði í gærkvöldi.
Vængirnir voru í stuði í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvíti Riddarinn 0 - 6 Vængir Júpíters
0-1 Daníel Fernandes Ólafsson ('25)
0-2 Daníel Fernandes Ólafsson ('60)
0-3 Marinó Þór Jakobsson ('78)
0-4 Matthías Björnsson ('82)
0-5 Grétar Áki Bergsson ('86)
0-6 Grétar Áki Bergsson ('88)

Vængir Júpíters burstuðu Hvíta Riddarann 6-0 í nágrannaslag í C-deild Fótbolta.net mótsins í gær en leikið var í Mosfellsbæ.

Grafarvogsliðið var 1-0 yfir í hálfleik en á síðasta hálftímanum bættust síðan fimm mörk við.

Vængirnir skelltu sér á topp riðilsins með sigrinum. Þeir fara í úrslitaleik C-deildar ef Víðir tapar gegn Þrótti Vogum annað kvöld. Víðir tryggir hins vegar sæti í úrslitum með sigri eða jafntefli gegn Þrótti.

Staðan fyrir leik Víðis og Þróttar V.
1. Vængir Júpíters 6 stig (+7)
2. Víðir Garði 6 stig (+4)
3. Þróttur V. 3 stig (-1)
4. Hvíti Riddarinn 0 stig (-10)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner