Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. febrúar 2017 18:00
Elvar Geir Magnússon
Henderson: La Manga hjálpar okkur að komast í Meistaradeildina
Henderson æfir á La Manga.
Henderson æfir á La Manga.
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að leikmenn séu að njóta sín í botn á La Manga á Spáni þar sem liðið er í æfingaferð. Hann segir að ferðin endurhlaði þá fyrir baráttuna um sæti í Meistaradeildinni.

Eftir erfiða byrjun á almanaksárinu 2017 vann Liverpool sigur á Tottenham um síðustu helgi og eru aftur komnir á beinu brautina í baráttunni um að komast í Meistaradeildinni. Þar sem næsti leikur er ekki fyrr en 27. febrúar skellti liðið sér til Spánar.

„Það er bónus að geta komið hingað í undirbúning, unnið í nokkrum hlutum og vonandi getum við spilað eins og við gerðum gegn Spurs út tímabilið," segir Henderson.

„Þetta er annað umhverfi og við erum saman allan sólarhringinn. Það mun bara styrkja okkur sem lið fyrir lokahluta tímabilsins. Við fáum góðan tíma á æfingasvæðinu til að vinna í hlutum sem þarf að bæta og allir eru spenntir fyrir verkefnin framundan."

Sjá einnig:
Myndir: Liverpool hjólar um La Manga
Athugasemdir
banner
banner
banner