Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. febrúar 2017 14:05
Elvar Geir Magnússon
Mótmæli skipulögð í Síle - Vilja Sanchez burt frá Arsenal
Santiago, höfuðborg Síle.
Santiago, höfuðborg Síle.
Mynd: Getty Images
Þúsundir fótboltaáhugamanna í Síle segjast ætla að taka þátt í mótmælum sem skipulögð eru í höfuðborginni Santiago þann 1. mars.

Gerður hefur verið Facebook viðburður sem ratað hefur í heimsfréttirnar en þar er kallað eftir því að Alexis Sanchez, skærasta fótboltastjarna landsins, yfirgefi herbúðir Arsenal.

Sílebúar virðast þreyttir á því að Sanchez „beri Arsenal á herðunum" eins og það er orðað.

„Sílebúar hafa fengið nóg af því að horfa á einn af okkar helstu leikmönnum vinna einn að því að lið hans nái árangri. Okkur er sama hvert hann fer en við viljum sjá hann í liði þar sem hann leggur sig ekki einn fram. Í liði þar sem hann berst með tíu liðsfélögum sínum," segir í lýsingu í Facebook viðburðinum.

Arsenal steinlá 5-1 fyrir Bayern München í Meistaradeildinni í vikunni og hefur mikil umræða skapast í kjölfarið. Enn eitt árið er liðið að eyðileggja tímabilið sitt á nokkrum vikum.

Sanchez er með 20 mörk fyrir Lundúnarfélagið á þessu tímabili, sex fleiri en Theo Walcott sem er í öðru sæti. Hann á innan við 18 mánuði eftir af samningi sínum og virðist ekki líklegur til að skrifa undir nýjan samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner