Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. febrúar 2017 12:35
Elvar Geir Magnússon
Rummenigge: Kimmich getur fyllt skarð Lahm
Sjálfur vill Kimmich helst spila á miðjunni.
Sjálfur vill Kimmich helst spila á miðjunni.
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Þýskalandsmeistara Bayern München, segir að hinn 22 ára Joshua Kimmich sé rétti maðurinn til að fylla skarð Philipp Lahm í hægri bakverðinum á næsta tímabili.

Lahm sýndi engin merki þess að aldurinn væri að færast yfir þegar Bæjarar slátruðu Arsenal í vikunni. Samt sem áður hefur hann tilkynnt að skór sínir fari á hilluna eftir tímabilið, eftir yfir 500 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.

Bayern hefur þegar tryggt sér Sebastian Rudy frá Hoffenheim fyrir næsta tímabil og gæti hann fyllt skarð Lahm. Rummenigge telur þó að Kimmich sé hin fullkomna lausn.

Kimmich sjálfur vill þó helst spila á miðjunni.

„Joshua Kimmich er hægri bakvörður þýska landsliðsins sem stendur. Og Joshua er leikmaður Bayern. Ég tel að hann hafi þegar sýnt það á EM í fyrra hversu vel hann getur spilað sem hægri bakvörður," segir Rummenigge við Bild.

„Auðvitað er það ákvörðun Carlo Ancelotti að lokum hvort hann noti hann á miðjunni eða í hægri bakvörð. Það er ekki auðvelt að koma í staðinn fyrir Lahm en Joshua er klárlega spennandi valmöguleiki."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner