Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 17. febrúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Balague: Real ætlar ekki að kaupa Pogba
Guillem Balague er meðal virtustu fréttamanna knattspyrnuheimsins.
Guillem Balague er meðal virtustu fréttamanna knattspyrnuheimsins.
Mynd: Getty Images
Guillem Balague, fréttamaður og sérfræðingur í spænska boltanum, segir Real Madrid ekki ætla að leggja fram tilboð í Paul Pogba næsta sumar.

Pogba hefur ekki verið að spila nægilega vel að undanförnu og var hann bekkjaður eftir tapleiki gegn Tottenham og Newcastle.

Pogba virtist ekki sáttur með bekkjarsetuna og hafa orðrómar sprottið upp í kjölfarið um að hann gæti yfirgefið Manchester United næsta sumar.

Real Madrid hefur verið orðað við hann undanfarna daga og var Balague snöggur að stöðva orðrómana.

„Það er venjulegt að sögusagnir fari af stað þegar illa gengur hjá stórstjörnu í risafélagi," sagði Balague við Sky Sports.

„Real mun ekki eiga pening fyrir Pogba eftir leikmannakaupin sem eru framundan hjá félaginu. Auk þess lítur Florentino Perez, forseti Real, ekki á Pogba sem nauðsynlegan leikmann."

Balague segir Real ætla að nota peningana sína í markvörð og framherja í sumar. Thibaut Courtois og David de Gea eru efstir á óskalistanum ásamt Eden Hazard.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner