Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. febrúar 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búinn að velja byrjunarliðið 120 dögum fyrir HM
Tite, landsliðsþjálfari Brasilíu.
Tite, landsliðsþjálfari Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Tite, landsliðsþjálfari Brasilíu, er búinn að staðfesta fimmtán nöfn sem hann mun taka með á HM í Rússlandi í sumar.

Sjá einnig:
Ógnvekjandi leikmannahópur Brasilíu kynntur

Þetta er afar athyglisvert að hann sé búinn að nefna stóran hluta af hópi sínum sem hann ætlar með til Rússlands á þessum tímapunkti þegar enn eru fjórir mánuðir (120 dagar) í fyrsta leik Brasilíu á mótinu. Tite hefur þó gengið skrefi lengra, hann hefur nefnt 11 leikmenn sem hann hyggst nota í byrjunarlið sitt í fyrsta leik í mótinu.

„Þeir 11 sem munu byrja eru Alisson; Marcelo, Miranda, Marquinhos, Daniel Alves; Paulinho, Renato Augusto og Casemiro, Neymar, Coutinho og Gabriel Jesus," sagði Tite við UOL Esportes.

Það er ekkert pláss í byrjunarliðinu fyrir Thiago Silva, varnarmann PSG eða Roberto Firmino, leikmann Liverpool, þó þeir séu á meðal þeirra 15 leikmanna sem eru í hópnum.

Brasilíumenn eru í riðli með Sviss, Serbíu og Kosta Ríka á HM.
Athugasemdir
banner
banner