Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 17. febrúar 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Candreva fór næstum til Chelsea
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar hafa verið að orða Antonio Candreva við Chelsea að undanförnu og segir umboðsmaður hans að kantmaðurinn hafi næstum gengið til liðs við Englandsmeistarana í fyrra.

Candreva verður 31 árs um mánaðarmótin og á 52 landsleiki að baki fyrir Ítalíu. Hann leikur á hægri kanti og er þekktur fyrir frábærar sendingar og fyrirgjafir auk þess að vera með glæsilega spyrnutækni.

„Hann var mjög nálægt því að skrifa undir hjá Chelsea í janúar 2017 en það varð ekkert úr félagaskiptunum. Hann hafði nýlega gengið til liðs við Inter og félagið vildi fá alltof mikið fyrir hann," sagði Federico Pastorello, umboðsmaður Candreva, við Rai Sport.

„Leikmannamarkaðurinn er lokaður en það er aldrei að vita hvað gerist í sumar. Candreva líður vel hjá Inter og við vonum að félagið geti rifið sig aftur í gang eftir erfiða mánuði.

„Ég held að Antonio sé ánægður hjá Inter svo lengi sem liðið nær meistaradeildarsæti. Hann hlakkar mikið til að spila í Meistaradeildinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner