Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 17. febrúar 2018 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Birkir spilaði í tapi - Cardiff upp fyrir Villa
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn hárprúði Birkir Bjarnason sneri aftur í byrjunarlið Aston Villa í dag er liðið heimsótti Fulham.

Birkir hefur verið að spila frábærlega en var óvænt tekinn út úr liðinu fyrir síðasta leik gegn Birmingham, leikurinn vannst þó.

Leikurinn í dag fór ekki eins vel fyrir Aston Villa. Bæði lið komu inn í þennan leik á miklu skriði en það var Fulham sem reyndist sterkari aðilinn og hirti stigin þrjú í þessum leik.

Hinn efnilegi Ryan Sessegnon skoraði fyrsta markið á 52. mínútu og Floyd Ayite bætti við öðru á 71. mínútu og úrslitin ráðin.

Aston Villa er í þriðja sæti deildarinnar en Fulham er í því fimmta.

Cardiff vann Middlesbrough án Arons Einars Gunnarssonar, 1-0. Aron Einar er enn að jafna sig af meiðslum.

Cardiff er í öðru sæti með tveimur stigum meira en Aston Villa.

Hér að neðan eru öll úrslit dagsins.

Birmingham 0 - 1 Millwall
0-1 Fred Onyedinma ('77 )

Burton Albion 0 - 0 Nott. Forest
Rautt spjald: Eric Lichaj, Nott. Forest ('28)

Cardiff City 1 - 0 Middlesbrough
1-0 Sean Morrison ('34 )

Fulham 2 - 0 Aston Villa
1-0 Ryan Sessegnon ('52 )
2-0 Floyd Ayite ('71 )

Preston NE 1 - 1 Wolves
1-0 Alan Browne ('52 )
1-1 Helder Costa ('61 )
Rautt spjald: John Welsh, Preston NE ('59)

QPR 2 - 0 Bolton
1-0 Joel Lynch ('72 )
2-0 Matt Smith ('90)
Rautt spjald:Mark Little, Bolton ('54)

Sunderland 0 - 2 Brentford
0-1 Kamohelo Mokotjo ('13 )
0-2 Neal Maupay ('28 )
Athugasemdir
banner
banner
banner