Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. febrúar 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Pogba byrjar í bikarnum
Mynd: Getty Images
Sex úrvalsdeildarlið koma við sögu í enska bikarnum í dag og mætast fjögur þeirra innbyrðis. Allir leikir dagsins verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og aukastöðvum.

Dagurinn hefst á hádegisleik Sheffield Wednesday og Swansea. Sheffield sló Jón Daða Böðvarsson og félaga í Reading út í síðustu umferð á meðan Svanirnir skoruðu átta á heimavelli gegn Notts County.

West Brom og Southampton mætast í úrvalsdeildarslag. Ekki er ljóst hvort Jonny Evans, Gareth Barry og Jake Livermore verði í leikmannahópnum eftir heimskupör þeirra í æfingaferð á Spáni.

West Brom sló Liverpool út í 32-liða úrslitum. Southampton er búið að fara í gegnum Fulham og Watford.

Brighton mætir svo Coventry, sem tók Stoke úr leik, áður en Manchester United heimsækir Huddersfield.

Jose Mourinho segir að Paul Pogba fái að byrja leikinn. Frakkinn byrjaði á bekknum er liðin mættust á Old Trafford fyrir tveimur vikum og þótti standa sig illa gegn Newcastle síðustu helgi. Pogba var boðaður á krísufund með Mourinho í kjölfarið.

Leikir dagsins:
12:30 Sheffield Wed - Swansea (Stöð 2 Sport)
15:00 West Brom - Southampton (Stöð 2 Sport)
15:00 Brighton - Coventry (Stöð 2 Sport 3)
17:30 Huddersfield - Manchester United (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner