Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. febrúar 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti FIFA vill hætta með janúargluggann og setja launaþak
Mynd: Getty Images
Gianni Infantino tilkynnti hugmyndir sínar að stórfelldum breytingu á knattspyrnustarfsemi í Evrópu.

Infantino er forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og vill hann hætta með janúargluggann og setja launaþak.

Infantino vill einnig stytta sumargluggann og loka honum 1. ágúst, áður en keppnistímabilin hefjast.

Hann vill einnig breyta lánareglum og takmarka fjölda lána. Það er hugmynd sem félög á borð við Chelsea og Juventus taka eflaust ekki vel í.

Þar að auki vill forsetinn búa til reglugerð í kringum umboðsmenn og aðra milliliði, sem hann telur taka alltof mikla peninga til sín.
Athugasemdir
banner