Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. febrúar 2018 11:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes segist hafa átt sinn versta leik á ferlinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, segir að versti leikur sinn á ferlinum sé að baki.

Hannes og félagar í Randers töpuðu 5-1 gegn FCK frá Kaupmannahöfn í fyrsta leik sínum í dönsku úrvalsdeildinni eftir vetrarfrí. FCK átti aðeins fjórar tilraunir á markið í leiknum og rötuðu þær allar í netið. Eitt af fimm mörkunum var sjálfsmark.

„Eftir leikinn gat ég ekki kíkt á vissa fjölmiðla og í viss dagblöð, það hjálpar mér ekki neitt. Ég veit að ég er gagnrýndur þegar ég fæ á mig fimm mörk úr fjórum tilraunum. Þá er margt sem fer úrskeiðis," sagði Hannes í samtali við TV2.

„Nú er versti leikur ferils míns að baki, núna er hann búinn."

„Ég hef verið lengi í fótboltanum og þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað fer úrskeiðis hjá mér; ég veit hvernig ég á að takast á við þetta," segir landsliðsmarkvörðurinn.

Randers er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir Hobro á morgun í mikilvægum leik.

Sjá einnig:
Danmörk: Hannes fékk á sig fimm í Kaupmannahöfn
Athugasemdir
banner
banner
banner