Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. febrúar 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heynckes svaf næstum allan fyrri hálfleikinn gegn Schalke
Mynd: Getty Images
Hinn 72 ára gamli Jupp Heynckes tók við Bayern í fjórða skipti á ferlinum þegar Carlo Ancelotti var látinn fara síðasta haust.

Undir stjórn Heynckes hefur Bayern blómstrað og er svo gott sem búið að tryggja sér enn einn Þýskalandsmeistaratitilinn.

Bayern heimsækir Wolfsburg í dag og sagði Heynckes fréttamönnum frá því að hann hafi misst af fyrstu 35 mínútunum í síðasta leik Bayern.

Bayern mætti Schalke í stórleik og hafði betur með tveimur mörkum gegn engu, en Heynckes varð veikur skömmu fyrir leikinn og fór heim að leggja sig.

Hann ætlaði að vakna til að ná leiknum í sjónvarpi en svaf yfir sig og missti af stærsta hluta fyrri hálfleiksins.

„Ég var veikur um síðustu helgi og svaf í gegnum fyrstu 35 mínúturnar af leiknum gegn Schalke. Ég er með samviskubit vegna þess," sagði Heynckes, sem er elsti stjóri þýsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner