Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 17. febrúar 2018 20:35
Gunnar Logi Gylfason
Holland: Albert ónotaður varamaður í jafntefli
Albert spilaði ekkert með PSV í dag
Albert spilaði ekkert með PSV í dag
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Albert Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands, kom ekkert við sögu er lið hans PSV Eindhoven gerði 2-2 jafntefli við SC Heerenveen á heimavelli í kvöld.

PSV komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Santiago Arias og Luuk de Jong. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins fékk Hirving Lozano, í liði PSV, rautt spjald.

Gestirnir nýttu sér liðsmuninn. Stijn Schaars minnkaði muninn í 2-1 eftir rúmar tíu mínútur af seinni hálfleiknum og Reza Ghoochannejhad jafnaði svo leikinn þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ekki var meira skorað og svekkjandi jafntefli fyrir PSV staðreynd.

PSV er þó á toppi deildarinnar með átta stiga forskot á Ajax, sem getur minnkað muninn í fimm stig á morgun.

PSV Eindhoven 2-2 SC Heerenveen
1-0 Santiago Arias (34')
2-0 Luuk de Jong (43')
2-1 Stijn Schaars (56')
2-2 Reza Ghoochannejhad (82')
Rautt spjald:Hirving Lozano, PSV (45')

Athugasemdir
banner
banner