Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 17. febrúar 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Víkingur og Valur mætast í beinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera á undirbúningstímabilinu og er keppt í Fótbolta.net mótinu og Lengjubikar karla og kvenna í dag.

Þrír riðlar í A-deild karla í Lengjubikarnum eru í gangi í dag. Riðill 1 verður í Egilshöllinni þar sem Fram mætir ÍBV áður en viðureign Víkings R. gegn Íslandsmeisturum Vals verður sýnd beint á Stöð 2 Sport 2.

Riðill 2 verður í Boganum á Akureyri þar sem Magni og KA taka á móti KR og ÍR. Stjarnan mætir Haukum í Kórnum í eina leik riðils 3.

Breiðablik á leik við FH í Lengjubikar kvenna og mætast liðin í Fífunni fyrir hádegi. Þar eigast Augnablik og KV síðar við í leik um 7. sæti C-deildar Fótbolta.net mótsins.

Lengjubikar karla - A deild - Riðill 1
15:15 Fram-ÍBV (Egilshöll)
17:15 Víkingur R.-Valur (Stöð 2 Sport 2 - Egilshöll)

Lengjubikar karla - A deild - Riðill 2
15:00 Magni-KR (Boginn)
17:00 KA-ÍR (Boginn)

Lengjubikar karla - A deild - Riðill 3
12:30 Stjarnan-Haukar (Kórinn)

Lengjubikar kvenna - A-deild
11:30 Breiðablik-FH (Fífan)

Fótbolta.net mótið - C deild - Úrslit
15:30 Augnablik-KV (Fífan)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner