Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. febrúar 2018 14:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Stjarnan kláraði Hauka í Kórnum
Strákur fæddur 2001 gerði út um leikinn fyrir Stjörnuna
Hilmar Árni kom Stjörnunni í 2-1.
Hilmar Árni kom Stjörnunni í 2-1.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 3 - 1 Haukar
1-0 Baldur Sigurðsson ('16)
1-1 Haukur Ásberg Hilmarsson ('27)
2-1 Hilmar Árni Halldórsson ('32)
3-1 Sölvi Snær Fodilsson ('61)

Stjarnan marði Hauka í Lengjubikarnum í dag. Leikurinn var að klárast en hann var leikinn í Kórnum í Kópavogi.

Bæði lið höfðu unnið sína fyrstu leiki í mótinu, Stjarnan vann Keflavík 1-0 og Haukar kláruðu Leikni R. 4-1.

Stjarnan byrjaði leikinn í dag betur og komst 1-0 yfir á 16. mínútu. Haukar jöfnuðu nokkrum mínútum síðar en Stjarnan var ekki lengi að komast aftur yfir, staðan 2-1 í hálfleik.

Sölvi Snær Fodilsson, fæddur 2001, kom inn á í hálfleik og hann skoraði þriðja mark Stjörnunnar og gerði út um leikinn.

Lokatölur 3-1 fyrir Stjörnuna sem er með sex stig eftir tvo leiki. Haukarnir eru með þrjú stig.




Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner