Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. febrúar 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mooy verður frá keppni í nokkrar vikur
Mynd: Getty Images
Aaron Mooy verður frá keppni í tvær til þrjár vikur eftir að hafa fengið sýkingu í hné í sigri gegn Bournemouth í síðustu viku.

Mooy var lykilmaður Huddersfield í Championship deildinni á síðasta tímabili og hefur staðið sig vel í úrvalsdeildinni.

Mooy fékk skurð á hnéð og var skipt af velli á 76. mínútu í 4-1 sigri gegn Bournemouth. Mooy lagði annað mark sinna manna upp í leiknum.

„Hann var óheppinn að fá sýkingu í sárið og verður frá í nokkrar vikur," sagði David Wagner, stjóri Huddersfield.

„Hann mun ekki taka þátt í næstu tveimur leikjum og gæti misst einnig misst af leiknum gegn Tottenham."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner