lau 17. febrúar 2018 12:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba veikur og spilar ekki
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Paul Pogba mun ekki spila með Manchester United gegn Huddersfield í enska FA-bikarnum í dag. Pogba átti að byrja leikinn en getur það ekki vegna veikinda.

Ethan Hamilton, miðjumaður í U23 ára liði Man Utd, hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Pogba.

Pogba hefur verið mikið í fréttum í síðustu daga. Hann er sagður ósáttur með hlutverk sitt hjá Mourinho, en portúgalski knattspyrnustjórinn segir þetta lygar.

„Mér finnst það fallega orðað að segja að það sé háværar sögusagnir í gangi því að þið ættuð frekar að kalla þetta háværa lygar," sagði Mourinho á fréttamannafundi í gær.

„Ég veit það og Paul veit það að hann hefur ekki spilað vel í síðustu leikjum en það er allt. Núna er það vandamál mitt og Paul að takast á við það og reyna að bæta hans frammistöðu."



Athugasemdir
banner
banner
banner