Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. febrúar 2018 11:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford og Herrera „eiga möguleika" gegn Sevilla
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford og Ander Herrera, leikmenn Manchester United, gætu snúið aftur úr meiðslum á miðvikudaginn þegar United sækir Sevilla heim í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fyrri leikur liðanna er í Andalúsíu á miðvikudaginn.

Man Utd mætir Huddersfield í FA-bikarnum í dag en hvorki Rashford né Herrera munu taka þátt í þeim leik.

En eiga þeir möguleika gegn Sevilla?

„Þeir eiga möguleika," sagði Jose Mourinho, stjóri Man Utd, aðspurður að því hvort þeir gætu spilað á miðvikudaginn.

Rashford gat ekki tekið þátt í síðasta leik, 1-0 tapi gegn Newcastle vegna mjaðmarmeiðsla, og þá hefur Herrera misst af síðustu tveimur leikjum United vegna meiðsla í læri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner