Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. febrúar 2018 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagði engum frá andláti sonar síns - Spilaði daginn eftir
Mynd: Getty Images
Saga markvarðarins Alaa Ahmed hefur vakið athygli. Hann leikur með Naft Maysan í Írak og spilaði með liðinu í gær, föstudag gegn Al-Shorta í úrvalsdeildinni í fótbolta í Írak.

Leikurinn endaði með jafntefli og átti Ahmed góðan leik í markinu.

Eftir leikinn brotnaði hann niður og hágrét. Ástæðan fyrir því er sú að sonur hans lést daginn fyrir leikinn.

Hann kaus að segja liðsfélögum sínum og þjálfara ekki frá því þar sem hann vildi fá að spila leikinn.

Hann réð hins vegar ekki við tilfinningar sínar að leik loknum.

Myndir má sjá á vefsíðu BBC.



Athugasemdir
banner