Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. febrúar 2018 22:30
Gunnar Logi Gylfason
Skoruðu fyrstu mörkin fyrir Brighton í langan tíma
Ulloa er aftur kominn til Brighton
Ulloa er aftur kominn til Brighton
Mynd: Getty Images
Brighton & Hove Albion vann Coventry City 3-1 í kvöld og komst þar með í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar, þar sem liðið mætir Manchester United.

Öll mörkin sem Brighton skoraði í kvöld voru merkileg.

Jurgen Locadia var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið og skoraði fyrsta mark leiksins og þar með sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Connor Goldson skoraði annað mark Brighton í leiknum. Sitt fyrsta síðan 4.apríl 2016. Í febrúar 2017 kom í ljós hjartavandamál hjá Goldson og þurfti hann að fara í aðgerð. Aðgerðin heppnaðist vel og spilaði hann sinn fyrsta leik eftir hana í 1-0 sigri gegn Watford þar sem hann lék allan leikinn.

Þriðja og síðasta mark Brighton í leiknum skoraði hinn argentínski Jose Leonardo Ulloa, sem kom frá Leicester á láni 29.janúar síðastliðinn. Þetta var fyrsta mark Ulloa fyrir Brighton í 1386 daga, en leikmaðurinn spilaði einnig með Brighton áður en hann gekk til liðs við Leicester árið 2014.












Athugasemdir
banner
banner
banner
banner