Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. febrúar 2018 15:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tékkland: Sandra María á skotskónum í fyrsta keppnisleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sandra María Jessen var á skotskónum í sínum fyrsta keppnisleik með tékkneska liðinu Slavia Prag. Á dögunum skoraði hún tvívegis í æfingaleik en þetta var hennar fyrsti keppnisleikur fyrir liðið.

Hún spilaði frammi er Slavia Prag valtaði yfir Hradec Kralove í 8-liða úrslitum tékknesku bikarkeppninnar.

Sandra María skoraði síðasta mark fyrri hálfleiksins af vítapunktinum er hún kom liði sínu í 4-0.

Slavia Prag bætti við fjórum mörkum til viðbótar í seinni hálfleiknum og vann leikinn að lokum 8-0!

Sandra er í láni hjá Slavia Prag frá Þór/KA fram á vor en keppni í Tékklandi fer að byrja á ný eftir vetrarfrí.

Deildin rúllar af stað á nýjan leik 23. febrúar. Slavia Prag og Sparta Prag eru efst og jöfn í deildinni en Slavia er eina taplausa liðið og á leik til góða á keppinauta sína.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner