Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 17. febrúar 2018 10:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Rúrik hjálpaði Sandhausen að landa sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kaiserslautern 0 - 1 Sandhausen
0-1 Philipp Förster ('78)

Landsliðmaðurinn Rúrik Gíslason lék allan leikinn þegar lið hans Sandhausen lagði Kaiserslautern í þýsku B-deildinni í gær.

Rúrik spilaði sem vængbakvörður hægra megin í leiknum, en hann hefur veri að leysa þá stöðu fyrir Sandhausen frá því hann kom til liðsins frá Nurnberg í janúarmánuði.

Að því er kemur fram á mbl.is var sigurinn sögulegur fyrir Sandhausen í ljósi þess að liðið hefur aldrei unnið Kaiserslautern á þeirra heimavelli fyrr en nú. Tæplega 24 þúsund manns voru á vellinum í gærkvöldi og sáu þar sigur Sandhausen.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Sandhausen sem er að berjast um sæti í deild þeirra bestu í Þýskalandi. Eftir sigurinn í gær er liðið með 35 stig í fjórða sæti, einu stigi frá umspilssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner